Li|iana on Ice: febrúar 2005

sunnudagur, febrúar 27, 2005 

Tvífarar

Rocky er á SkjáEinum núna, mér krossbrá eiginlega við að horfa á hana, því mér þótti hann Halli Pálmi "litli" frændi minn barasta vera að leika þarna eitt aðalhlutverkið! *gisp!*


fimmtudagur, febrúar 24, 2005 

Glöð núna

Já ég er glöð, og það er þónokkuð merkilegt fyrir mig. Ég er búin að vera svo veik og svo hrundi stráksi minn í sömu veikindin og varð öllu verri. Til merkis um hvað hann var sjúkur í gær þá horfði hann á útsendingar frá Alþingi í u.þ.b. tvo klukkutíma! Hann afþakkaði að ég læsi fyrir sig, hann vildi ekki popp og kók og var ekki einu sinni til í að maula súkkulaði!! Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var hræðilega hrædd! Enda vita þeir kannski sem hafa hitt son minn að þetta er ekki eðlilegt fyrir hann, síður en svo.
Jæja, á læknavaktina var brunað í gærkveldi, mér var alveg hætt að lítast á blikuna, enda barnið með nærri 40 stiga hita og hreinlega gat ekki hreyft sig. Við vorum einstaklega heppin þar og fengum (ótrúlegt en satt) mjög almennilegan lækni sem skoðaði hann svakalega vel og kvað svo upp dóminn: gutti er sem sagt með lungnabólgu, eyrnabólgu og herpes simplex! Ámm, þið getið svona kannski gert ykkur í hugarlund að ég var ekkert yfir mig hamingjusöm yfir þessu. Litli molinn minn, sem hefur varla orðið lasinn í 5 ár bara kominn með hrúgu af drasli!
Við vorum send heim með sýklalyf í poka og þau fyrirmæli að fylgjast gaumgæfilega með hitanum og hringja strax á barnaspítalann ef hann færi ekki að lækka fljótlega eftir að ég byrjaði að neyða í strákinn dópinu. Doksi hafði muldrað eitthvað um innlögn í því tilfelli og eins og gefur að skilja fór mömmuhjartað mitt í svolítinn mínus við þau orð...
Mér tókst að smygla lyfinu í drenginn, blandað við Hrísmjólk og svo var farið að bíða, með krossaða fingur. Stráksa tókst að sofna um klukkan 10 en vaknaði svo aftur ekki mjög löngu seinna, í köldukasti, búinn að æla út allt rúmið mitt og var svo logandi heitur að ef ég hefði ekki vitað betur þá hefði mér helst dottið í hug að hann hefði verið að baða sig í Deildartunguhver!
Hann var drifinn í stutta sturtu til að spúla af mestu ólyktina og svo pakkað í rúmið aftur, með hitapoka með köldu vatni sér við hlið (hans eigin hugmynd, sko til!). Svo lognaðist hann út af aftur og ég var algerlega á nálum í alla nótt, var töltandi inn til hans á hálftíma fresti til að athuga hitann. Hann hélst hár til klukkan 5 en virtist þá loksins losa tökin. Þá fyrst andaði ég djúpt og slakaði á, fór inn og svaf til 10, þegar hann vakti mig brosandi og bað um morgunmat!

Það var svona varla að ég tryði því hvað hann var brattur, en hann virðist núna nokkurn veginn eins og hann á að sér að vera, fyrir utan það að hann er jú með svolítinn hita ennþá og hóstar illa - en hann vildi borða og bað því næst um að fá að horfa á DVD diskinn sem ég fékk lánaðan handa honum í gær ef ske kynni að hann myndi hressast.

Þannig að já, ég er glöð núna. Það er alveg hræðilegt hvað maður getur orðið hjálparlaus, hræddur og óhamingjusamur að horfa á barnið sitt kveljast svona og hafa svo takmarkað vald yfir því að láta því líða betur. Það er hreint og beint hryllilegt, svo nú vona ég að hann nái góðum bata fljótt og verði svo ekki veikur í önnur fimm ár!

Hér fylgir svo mynd af snáðanum sem sýnir vel hvernig hann var allan gærdaginn:

laugardagur, febrúar 19, 2005 

Aukaverkanir flensunnar

Þeir sem nennt hafa að hlusta á kvabbið í mér annars staðar vita að ég er búin að vera veik í þessari viku. Jamm, mín náði að næla sér í flensuógeð með alls konar skemmtilegheitum, eins og 40 stiga hita, blóðugum hósta, höfuðverk sem aðeins getur verið upprunninn í sölum vítis og allt þetta sem maður annars tengir við þetta ástand.

Það sem ég áttaði mig hins vegar á er að í þessu ástandi er maður í stórhættu á að gerast alvarlega eiturlyfjaháður. Þar sem hausverkur og hósti er búið að vera í forgrunni þess sem hefur þjáð mig, þá hef ég (að sjálfsögðu) ekkert verið að spara verkjatöflurnar. Ég nældi mér í góðan skammt af íbúkód og panodil og ætlaði sko aldeilis að gefa þjáningunum langt nef. Jú - blessað panodilið er nú sjálfsagt ekki það versta sem maður getur sett ofan í sig verkjalega séð, það er íbúkódið sem ég hefði átt að passa mig á. Maður er ekkert að spá í það að þessar litlu krúttlegu bleiku pillur innihalda jú kódein, sem er fínt við verkjum (enda náskylt morfíni og ópíumi og svoleiðis næsheitum) og hósta - en er líka ávanabindandi, því er nú skrambans ver. Þannig að eftir að hafa verið að bryðja þessar pillur óhóflega í eina viku vaknaði ég upp við það einn morguninn að ég var hlaupin fram í eldhús til að ná mér í nokkur stykki, alveg með dúndrandi höfuðverk, sem ég við nánari umhugsun var alls ekki viss um hvort væri vegna flensunnar eða hreinlega fráhvarfa!
Ég ákvað að vera ekkert að taka neina sénsa og hætti "cold turkey" á dópinu. Það var allt annað en þægilegt, en skrambi góð áminning um að maður þarf að fara varlega þegar kemur að þessum andskota.

En nú voru góð ráð dýr. Þar sem mér hafði tekist að rífa upp einhverjar æðar í einu hóstakastinu þá langaði mig dálítið að hefta hóstann. Svona aðallega vegna þess að mér þykir ekkert rosa sexí að spúa blóði yfir fjölskylduna mína... og jú, þeim þykir það frekar jökkí líka.
Ekki vildi ég halda áfram að troða mig fulla af kódeini til að drepa hóstann, svo ég gróf fram úr lyfjaskápnum flösku af hóstasaft og settist hérna í góða staðinn minn í sófanum og ákvað að tsjilla svolítið fram eftir morgni og aldeilis murka líftóruna úr hóstanum. Nema hvað, um hádegi þá hafði mér tekist að stúta 3/4 af flöskunni og var farið að líða ogguponsulítið eins og þegar ég kom heim af áramótafylleríinu núna síðast, um klukkan 7:40 að morgni 1. janúar... Ég fann einkennilega þörf fyrir að leggjast út af og sofa, ég horfði á kettina leika sér á gólfinu og þær litu frekar út fyrir að vera að gera jógaæfingar heldur en að leika sér í eðlilegum kattaleikjum.
Ég ákvað að fara bara inn í rúm og leggja mig, en þegar ég stóð upp þá höfðu fótleggirnir á mér eitthvað misst af skilaboðunum og urðu bara eftir, svo ég lá flöt í gólfinu við hliðina á jógakisunum mínum...

Mér tókst að skríða inn í rúm og drepast þar, vaknaði fimm klukkustundum síðar með höfuðverk sem var gráðu verri en nokkru sinni fyrr, nú bæði vegna fráhvarfa OG þynnku - EN ég var ekki hóstandi!! Júhú! Eittnúll fyrir mér!

Jæja pointið er að ég vonast til að fara að hrista þessa flensu úr mér, mig langar ekki til að þurfa að panta mér pláss á Vogi.

mánudagur, febrúar 14, 2005 

Erm... gott að vita?

Ég hefði nú alveg viljað vera svolítið meira spennandi... en:



What Flavour Are You? I am Chocolate Flavoured.I am Chocolate Flavoured.


I am sweet and a little bit naughty. I am one of the few clinically proven aphrodisiacs. Sometimes I can seem a little hard, but show warmth and I soon melt. What Flavour Are You?

 

Ég komst að því í gær hvað ég er ótrúlega heppin, í öllu þessu vafri mínu um internetið, með þá aðila sem ég hef hafið samræður við. Ég hef talað við alveg hrúguna alla af fólki og flestir eru mjög kurteisir og almennilegir, ég get m.a.s. sagt að ég hafi eignast nokkra ágætis vini í gegnum svona spjalldótarí.
EN
Að sjálfsögðu er misjafn sauður í mörgu fé, og það á sérstaklega vel við um möskva veraldarvefsins, eins og ég fékk harkalega að reyna. Fylgjandi dæmi sannar þetta svo um munar. Það er afrit af vistaðri umræðu sem ég þurfti því miður að eiga hlut að á ákveðinni irc rás í úglöndum. Ég hef breytt nafni viðmælanda míns vegna þess að ég er alger aumingi og svo þýddi ég náttúrulega samtalið, svona til að þau ykkar sem hafið ekki mína yfirgripsmiklu enskukunnáttu geti skilið það sem fram fór. Verði ykkur að góðu!
(Ég mæli með að þið hafið fötu við hendina ef ykkur skyldi verða mál að æla)


P: halló elskan

Li|iana: erm... halló... hver ert þú?

P: bara gaur. ég elska myndirnar þínar, þú ert sexí

Li|iana: takk fyrir það.

P: ég er graður. ert þú gröð?

P: halló?

Li|iana: hvað?

P: ertu rökuð?

Li|iana: LOL hvað kemur þér það við?

P: ég er forvitinn. er p*kan á þér skítug?

P: gerðu það, svaraðu mér ég er góður gaur og mig langar að sleikja p*kuna á þér hreina

P: er hún skítug?

P: ég bít ekki - nema þú biðjir mig um það ;)

Li|iana: hmmm... ok... nei, p*kan á mér er risavaxin, kafloðin, lyktar eins og gamall fiskur og ég veit í sannleika sagt ekki mikið meira um hana, því ég er svo feit að ég hef ekki séð hana í mörg ár!

Li|iana: Hvern andskotann heldurðu eiginlega að þú sért að gera, talandi svona við fólk? Hvernig p*kan á mér lítur út kemur þér fjárann alls ekkert við!!

P: mmm þetta æsir mig ég elska skítugar p*kur. má ég sleikja þína hreina?

P: allt í lagi ég hætti núna þú ert greinilega ekki hrifin af þessu

Li|iana: nei það er ég ekki! Mér finnst þú frekar ógeðslegur!

P: hvað ertu gömul?

P: ...

P: láttu ekki svona, ég sagðist myndu hætta að vera dónalegur. spjöllum bara saman.

P: elskan?

P: gerðu það, svaraðu mér

P: ég er ekkert slæmur kall

Li|iana: í alvöru? vá hvað þér tekst illa að sýna það!

P: þarna ertu! Ég er svo ánægður að þú ákvaðst að vera kyrr!

Li|iana: ég hef ekki ákveðið neitt.

P: ertu búin að fara á klósettið í dag?

Li|iana: HA?

P: finnst þér gott að kúka?

Li|iana: OMG

P: finnst þér tilfinningin góð þegar kúkurinn fer úr ra**inum á þér?

Li|iana: Gerðu það, hættu að tala við mig. Mér finnst þú ógeðslegur.

P: nei ég er ekkert ógeðslegur! mig langar bara að setja ty**ið á mér í ra**inn á þér þegar þú þarft að kúka og taka það út þegar það er brúnt og lyktandi. Mig langar að láta þig öskra og grátbiðja mig að hætta að þjösnast á ra**inum á þér!

Li|iana: Ok ég set þig á ignore-listann minn núna. Gerðu það, þvoðu þér um fingurna - helst með sýru!

P: ?

*****




Guð hvað ég vona að ég þurfi ekki að lenda í þessu aftur, mér er ennþá flökurt!

miðvikudagur, febrúar 09, 2005 

Ljóð

Af því að Kolbrún mátti til með að láta ljós sitt skína þá fann ég mig knúna til að gera það líka.

Ég sýg hamstur í bragfræði og gef yfirleitt skít í stuðla og höfuðstafi, en ég kann að ríma!

Hér er svo meistaraverkið:

Mamman

Með storminn í fangið en vindinn í bakið
baksar hún stanslaust og fær ekki frið
"Ó, að þú hefðir farið í lakið"
stynur hún uppgefin við og við

Jahá sko mig!

 

Ögh

Ég er engan veginn nógu dugleg að pósta hérna inn atburðum úr mínu annars mjög svo óáhugaverða lífi... nógan helvítis tíma ætti ég svosem að hafa til þess í þessu þunglyndiskasti mínu en ég bara nenni því aldrei. En ætli ég pikki ekki inn nokkur orð núna fyrst það nennir enginn að tala við mig á msn og barnaland er farið að láta útfjólubláar bólur með innrauðum grefti spretta upp á líka mínum hist og her...

Ætli það sé þá ekki nærtækast að segja frá því hvað hefur verið að drífa á daga mína undan farið?

**
**

Ok nú er ég búin að því. Gott að vera búin að koma því frá mér! Nei svona í alvöru talað þá er búið að vera afspyrnu lítið um viðburði hjá mér, maður er jú búinn að fara á skrall með einhverjum kellingum og gera sig að fífli við það, maður er búinn að éta bollur og saltkjöt (sitt í hvoru lagi) og maður er búinn að sofa, pissa, læra, hanga í tölvunni, horfa á sjónvarpið, bursta tennurnar af og til, reykja ótæpilega og drekka kaffi - en ég ætla ekki að vera að deyfa í ykkur heilann með frásögnum af lífi mínu eins ömurlegt og það nú er þessa dagana.

Ég þarf að flytja í maí - jibbí! *EKKI* Ég er hoppandi reið og pirruð út í leigusalann fyrir að selja svona ofan af mér þakið, en ég er víst bara aumur leigutaki með árssamning og hef ekkert sem ég get sagt um það. Ég flutti inn í þessa íbúð í fyrrasumar í þeirri bjargföstu trú að þennan stað gæti ég fengið að kalla heimili um ófyrirséða framtíð, í það minnsta þangað til manni tækist að nurla saman nógu mörgum aurum til að kaupa sér slot einhvers staðar. En nei! Ég þarf að pakka saman öllu mínu hafurtaski AFTUR (mér finnst ég ekki einu sinni vera búin að koma mér almennilega fyrir hérna) og koma mér á einhvern annan stað. Ég er svo ekki að nenna því, og mér finnst svo sorglegt að fara héðan, mér er búið að líða svo vel, því þetta er æðisleg íbúð. En svona fer fasteignamarkaðurinn víst með fólk, það sér milljónirnar spretta upp í kringum sig þegar verðið á íbúðum skýst svona upp - og þá er kannski ekki nema ofur eðlilegt að það birtist nokkur dollaramerki í agunum á því. Þannig að ég verð að láta í minni pokann... og þann stærri ásamt nokkrum pappakössum, greinilega og færa rassinn á mér í einhverja aðra íbúð. Og ég er ekki sérstaklega ánægð með það.

Þar fyrir utan veit ég ekki meira um hvað er að gerast í þessu lífi mínu. Það er allt einhvern veginn á haus og ég finn gamlar þunglyndistilfinningar sverma hættulega nærri mér, nokkuð sem ég er dauðhrædd við! Ég reyni að vona að það sé bara restin á skammdeginu sem er að fara svona með mig og þetta batni allt saman með rísandi sól - en það er fjári erfitt að vera einhver fokking Pollíanna með bakið kengbogið undir áhyggjum og vanlíðan.

Ég nenni þessu ekki lengur, pósta inn meiru síðar ef ég nenni.

föstudagur, febrúar 04, 2005 

Djöh

Miklir andskotans djöfuls dónar getið þið sorapakkið verið! Vaðið hér um allt á skítugum bomsunum, potið í allan fjárann og gónið á draslið mitt - og sjáið ykkur ekki einu sinni fært að skrifa ogguponsulitla kveðju í gestabókina! Og ekki halda að ég viti ekki af ykkur!! Ég veit NÁKVÆMLEGA hverjir koma hingað inn! -Eða ehh.. sko ég veit náttúrulega ekkert nákvæmlega hverjir það eru, en ég veit IP tölurnar ykkar, og það er sko næsti bær við! ...næstum því...

Æi ég er of sybbin fyrir svona blammeringar núna, vildi bara... *snökt* minna á að... *snökt, snökt* að mér þætti... *snýýýt* alveg hreint ósköp.... *ekki og snökt* ... og skelfing... *snýýýt* vænt um að þið tækjuð.... *snökt* EFTIR ANDSKOTANS BÓKINNI, HÚN ER HÉRNA RÉTT VIÐ HLIÐINA Á ÞESSUM EKKISENS TEXTA! URG! Er fólk virkilega sokkið svo langt í leti og aumingjaskap að það geti ekki lengur hreyft augun frá hægri til vinstri?

Hey já alveg rétt... ég nennti ekki þessum æsingi... Drullist bara til að skrifa í bókina, ég veit að megnið af ykkur er pakk með pikkþörf (ekki norska pikk-þörf samt ((og þó, hvað veit ég svosem um það)) sem nægði átján manns og það ætti ekkert að vera ykkur ofviða að punkta niður pínu hæ!





*þessi færsla var í boði konu sem er ekki í besta skapinu í heiminum núna og ætlar að fara að leggja sig*

miðvikudagur, febrúar 02, 2005 

Photoshop er GAMAN

Ok, þetta var ég að spá: Ég er viss um að þið eruð ALLTAF að hugsa um hvernig þið mynduð líta út ef þið hefðuð ekki fæðst sem manneskjur, heldur sem Bratz dúkkur!

Ekki? Jæja, ég komst allavega ekki hjá því að vita nákvæmlega hvernig ég væri sem ein slík eftir að Kolbrún breytti mér í eina slíka!

Tammtarammtammtamm... og hérna eru ósköpin:



Já já, ok, ég viðurkenni að þetta gæti líka verið ég eftir *einum* of margar lýtaaðgerðir... en Bratz hugmyndin er góð, ekki satt?