Li|iana on Ice: Hátíðniofnæmi

« Home | Blóðug leiðindi! » | Jamm » | Ekki dáin » | Sólböð og svefnlyf » | Væmni hf » | Jamm já » | Brupps » | Havin' me some fun tonite! » | Djöfulsins fikt! » | Myndafærsla » 

sunnudagur, ágúst 07, 2005 

Hátíðniofnæmi

Það leikur allt á reiðiskjálfi hérna, það er svo mikið rok og þessi íbúð er greinilega ekki sú besta til að vera í undir þeim kringumstæðum. Það er einhver óþéttleiki í húsinu greinilega og þess vegna blístra allar dyr og skapa nokkurs konar ílukór sem aftur gerir það að verkum að ég er komin með skelfilegasta höfuðverk sem hægt er að ímynda sér! Og NEI ég var ekki að skralla í gærkvöldi, svo aldrei þessu vant er ekki hægt að skella skuldinni á það. Mig langar mikið að flýja íbúðina, þarf eiginlega að finna út hvort einhver er heima sem getur tekið á móti mér og familíunni í heimsókn þangað til veðrinu slotar. Any takers?

Annars skrallaði ég á föstudagskvöldið, fór með Nóní og Lindu og fleirum að gaula eitthvað í karaoke... Það leit nú ekki gæfulega út til að byrja með, ég fór í þrusufýlu við Baldur þegar við komum á staðinn en okkur tókst að jafna þann ágreining nokkuð farsællega svo þetta reddaðist allt saman. Ég var samt voða glöð að koma heim eftir þetta, enda eru ákveðin takmörk fyrir því hversu mikið af lélegum söng maður getur þolað! :D Svo var ég bara í rólegheitunum (lesist þynnkunni) í gær, horfði á tvær myndir hérna með köllunum mínum (og btw, Will Smith er nammi!)og gúffaði í mig sælgæti þangað til ég stóð á blístri. Alltaf gott að liggja í marineringunni. Svo er ég núna að búa mig undir VIÐTALIÐ MIKLA sem ég á víst að mæta í klukkan hálfníu í fyrramálið... ég er ekkert lítið stressuð yfir þessu, en ætla bara að krossa puttana og vona það besta. Er reyndar ekki enn búin að bjarga pössun fyrir álfinn minn á meðan ég þarf að skreppa þetta en gef mér að það reddist :S

Hey já ég má til með að koma að þökkum til hennar Kolbrúnar, ef ekki væri fyrir hana og tölvuna hennar þá væri ég ekki að skrifa þennan póst... hún lánaði mér lappann sinn, fyrst minn er í sjoppinu.
Svo veit ég ekki alveg hvað ég á að halda um hann son minn blessaðan... hvort ég á sem sagt að vera stolt yfir þekkingu hans á mannslíkamanum eða byrja að sætta mig við samkynhneigð hans... hann tjáði mér það í morgun að hann myndi alveg vilja fara í rass og rófu, svona til að skoða ristilinn og rannsaka endaþarminn vel og vandlega!
Drengurinn er á svo svaðalegu þermistigi að ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta!

Jæja nenni ekki meir núna. Bæbæ.

Gaman að lesa bloggið þitt
en hvernig fannst þér "Hitch"???

Fleh... ég man hvað rokið var pirrandi þarna *samúðarknús*

Skrifa ummæli