Li|iana on Ice: Í ögn betra skapi en síðast...

« Home | Fólk er óþolandi! » | Tony veltir fyrir sér... » | Dauði og djöfull! » | Komið að því » | » | Detti mér allar dauðar... » | Já eruð þið ekki stolt af mér? » | Síðbúið kanínusjálfsmorð » | Trúarbrögð og lakkrísát » | Hvernig dey ég? » 

föstudagur, júlí 01, 2005 

Í ögn betra skapi en síðast...

...en ekki mjög mikið samt. Netið er enn hundleiðinlegt við mig og reynir mikið á andlegan styrk minn og hæfileika til að hemja "henda-tölvu-í-vegg" -tilhneyginguna mína.
Aðalástæða þess að ég er svolítið upplitsdjarfari er sú að eftir fíflaganginn í Tony á Júlíu (Júlía er bíllinn okkar sem Tony tókst að klessukeyra) er hún loks orðin betri en ný. Já ég er sem sagt hætt að þurfa að labba hérna um hverfið eins og hitt hyskið!

Nei heyrðu, nú er ég að ljúga! Auðvitað er mér skítsama um þennan bjánalega bíl þegar mun meiri skemmtilegheit eru í aðsigi: Yours truly er að fara að sjá WIG WAM - ekki einu sinni, heldur TVISVAR á morgun! ÍÍÍÍÍHAAAAA! ROCK ON!
Ég hlakka svo til að ég á mjög bágt með mig, er að spila Wig Wam alveg í botni hérna og við Atli erum að tapa okkur í rokkaraskap! Ég fer með hann í Smáralindina á morgun klukkan hálffimm, hvar þeir ætla að taka nokkur lög fyrir æsta íslenska aðdáendur sína á barnsaldri og sennilega árita plötuna sína og fleira skemmtilegt.



Um kvöldið ætla ég svo að skella mér ásamt Tony, Árnýju og Röggu á Gaukinn, þar sem þessir dáðadrengir ætla að troða upp. Ég get ekki annað sagt en að ég sé að deyja úr spenningi! Ég hreinlega er með stjörnukomplexa yfir þessum náungum! Og þið megið alveg flissa og gera grín að mér fyrir það, mér er alveg sama! Ég nenni ekki að hafa áhyggjur af því að ykkur finnist ég nölli, ég veit alveg að ég er það - hef verið það frá blautu barnsbeini og er hætt að nenna að berjast gegn því! Þar hafið þið það! *hnuss*

ROCK OOOON!!! *tunganalvegniðuráhöku*

Hlakka geðveikt til skvís... þetta verður bara gaman :D

Get ekki beðið, enda er bara gaman að fjamma með ykkur tveim ;)

Var ekki gaman hefði sko viljað fara ætli maður fari ekki bara á Cooper til að sjá þá eru að hita upp þar. Las á www.mbl.is að þeir hefðu upplifað sig eins og bítlana hér á Íslandi hehe

Skrifa ummæli