Li|iana on Ice: ágúst 2004

mánudagur, ágúst 30, 2004 

Allt eitt stórt samsæri (30.8.'04)

Hafið þið einhvern tímann á tilfinningunni að það sé verið að fylgjast með ykkur?
Ég fæ stundum svona mómenterað-klikk þar sem ég verð rosalega nojuð og finnst "stóri bróðir" vera að horfa. Eins og í lyftu. Maður er kannski einn í lyftunni og er að góna eitthvað á sjálfan sig í speglinum, kannski laga hárið, kreista bólu, brosa sætt (finna svip sem fer manni vel), klóra sér í kjallaranum eða bara tala við merkilega manneskju (sjálfan sig). Svo allt í einu hellist yfir mann þessi tilfinning; að það séu í raun myndavélar fyrir aftan glerið og allt sem maður sé að gera sé núna rúllandi inn á stafræna upptökuvél!!0

Eða er ég bara vírd?

 

Sunnudagur (29.8.'04)

Ég er enn með sminkið framan í mér síðan í gærkvöldi. -Ætla reyndar að þrífa það framan úr mér eftir smá stund en ég er bara svo skrambi sæt!

Ég fór með Kollu sætu systu, Jónínu, Ernu og fleirum í bæinn í nótt, áfangastaðurinn var að sjálfsögðu Nonni hommi eins og fyrri daginn, enda ekki stjarnfræðilegur möguleiki að draga hana Jónínu blessunina nokkuð annað. Ég held að næst þegar ég bregð undir mig góða fætinum og fer í bæinn þá ætli ég að kíkja á einhvern annan stað, ég er komin óhuggulega nærri því að breytast í trukkalessu! En það er óneitanlega gaman að koma þarna, það er alltaf hægt að dansa eins og kolbrjálaður vitleysingur og vera bara alveg sama hvernig maður tekur sig út í æfingunum! Þar fyrir utan er alltaf nokkuð stór möguleiki á að maður fái að horfa á fólk eðla sig (eða því sem næst) úti á miðju gólfi. Já, ég veit að í 99.999% tilfella þá er um tvo aðila af sama kyni að ræða... só!?! Bara stuð! Afrakstur kvöldsins má sjá á myndasíðunni hér til hliðar. Ég var komin heim um hálfsjö í morgun og svaf svo til hálffjögur. BAD! Átti þá sama og engan tíma eftir aflögu til að koma pleisinu í skikkanlegt horf fyrir heimkomu snúðalingsins míns.

Nú er hins vegar allt komið í horfið og ég get slappað af með þýskubókunum mínum til ellefu, en þá ætla ég að neyða mig í rúmið og reyna að sofa.

Góðar stundir.

föstudagur, ágúst 27, 2004 

Skólalíf (26.8.'04)

Jamm, skólinn byrjaður á öllum vígstöðvum og ég ætla barasta að tileinka mér þá miklu speki að fall sé fararheill.

Þetta hefur nú gengið nokkuð áfallalaust hjá mér, en því miður get ég ekki sagt sömu sögu um guttalinginn litla. Sagan hingað til:

Dagur 1:

Drengur misskilur eitthvað lögmálið um það að vökvi hellist niður úr brúsa ef lok er ekki fastskrúfað á og brúsa hent ofan í skólatösku. Taska verður því rennvot af appelsínusafa og þarf að ganga í gegnum hreinsun. (Til allrar hamingju var þetta jú bara fyrsti dagurinn og því engin skólagögn í töskunni, aðeins umræddur brúsi og nestisbox)
Jakki gleymist.

Dagur 2:

Drengur misskilur eitthvað lögmálið um það að föt verða blaut ef hoppað er í pollum og tilhlýðilegur hlífðarfatnaður ekki brúkaður. Afleiðing: Drengur fær lánaðar buxur af 7 árum eldra barni sem best myndu sóma sér sem fallhlíf fyrir umræddan dreng. Drengur fær einnig ljáða sokka (í réttri stærð)
Drengur reynir að æfa sundtök í polli og verður rennvotur.
Drengur notar skófatnað sem ílát fyrir rigningarvatn og skófatnaður rennblotnar.
Drengur neitar að ganga heim í rennblautum skófatnaði og gengur því heim á sokkaleistunum.
Drengur misskilur hugmynd um að taka með sér heim möppu úr skólanum og stingur sinni möppu í tösku annars barns og kemur möppulaus heim.
Flíspeysa, regnjakki og húfa gleymast.

Dagur 3:

Gengur nokkuð hnökralaust fyrir sig.
Mappa, flíspeysa, regnjakki og húfa koma heim, jakki enn í skóla.

Já, þetta fer allt saman bara vel af stað, finnst ykkur ekki?

mánudagur, ágúst 23, 2004 

Fyrsti skóladagur (23.8.'04)

Þá er fyrsti skóladagurinn að baki, maaan, hvað þetta var erfitt!
Ég var sko alveg að fíla mig í blárestina á fríinu, við gerðum fullt af frí-hlutum, meira að segja túrista-hlutum, því við fórum með tengdó gömlu og systur hennar að kíkja á Gullfoss og Geysi, í Bláa lónið, gengum á Grábrók og fleira túristalegt og gaman.
Þessi þrusuendi á fríi þýðir náttúrulega bara það að ég var engan veginn upplögð í að setjast aftur á skólabekkinn, hvar ég horfi fram á að hírast löngum stundum í vetur (og reyndar í vor, næsta sumar, aftur haust og aftur vor). Mí not heppí.

Það sem slær þessa skólabyrjun út í ömurlegheitum er sú staðreynd að ég er ekki ein um að ylja skólabekkinn fyrrnefnda, heldur deili ég sæti með stórum hópi nýnema (m.ö.o. bólugröfnum bleijubörnum með hor og varalit) sem ekki sér stærri mál í heiminum í dag en að vera nú örugglega í nógu dýrum skóm og eiga „deffinetlí“ pening fyrir næsta ímyndunarfylleríi!
Orð eins og „Vesturbæingabuff“, „Þokkalega feitt band“ og „Geðveikur bolur sem þúrt í Anna/Vala/Stína/Sigga“ eiga eftir að óma mér í eyrum mun oftar en ég kæri mig um ef ég sé ekki sóma minn í að kaupa mér eyrnatappa til að nota í frímínútum!
Djöfull ætti að djúpsteikja þetta pakk!

Það sem enn verra er: Atli setur litla guttarassinn sinn í fyrsta skipti á bekkinn umrædda á morgun kl 8:30!! Garg! Það tekur nú kökuna, eins og tengdó myndi sjálfsagt segja. Ég verð sem sagt ekki ein um það lengur að geta notað afsökunina; „sorrí elskan, ekki í kvöld, það er svo mikið að læra“. Reyndar held ég (og ætla rétt að vona) að hann Atli minn muni nota hana í örlítið öðru samhengi en ég...
Ég er ekki alveg að sjá fyrir mér hvernig þessar fyrstu vikur eiga eftir að ganga, þetta verður án efa mikið púsluspil svona rétt á meðan maður kemur einhverju skipulagi á hlutina og eins og alþjóð veit þá er skipulag og þess háttar ekki alveg mín sterkasta hlið. Þar fyrir utan ætlar betri helmingurinn minn, sem er öllu fremri mér í skipulagsþáttum, að flýja land eldsnemma í fyrramálið og vera víðs fjarri ringulreiðinni í tvær vikur! Aftur: Mí not heppí.
Kannski það bæti eitthvað upp fyrir það að ég fæ höfuðnegrann í skipulagsmálum mér til aðstoðar í tæpa viku (mömmu, fyrir þá sem nú klóra sér í kollinum) og þá getur maður nú vonað að hún nái að lemja í mig skynsemi og skipulag á þeim tíma.

Vel á minnst, ég þarf víst að skella mér af stað og sækja kellu... Ég stimpla mig inn síðar. Góðar stundir.

mánudagur, ágúst 16, 2004 

Skólalíf (16.8.'04)

Í dag er stóri dagurinn, nú skal haldið í verslunarleiðangur og keypt skólataska fyrir litla aulann minn.
Þetta er stórt skref, ekki síður fyrir mig en hann, því ég er svo mikil hænumamma að ég verð örugglega í búðunum alveg hreint með tárin í augunum yfir þessum ósköpum! Hann stóð nefnilega ekki við loforðið sem ég tók af honum þegar hann var 4 vikna gamall um að vera bara alltaf, alltaf, alltaf heima í fanginu á mömmunni sinni. -Ok, só vott þótt það hafi nú tæknilega séð verið ÉG sem tók í hausinn á honum og lét hann kinka kolli við spurningunni: Lofar þú því ekki að vera bara alltaf, alltaf, alltaf heima í fanginu á mömmu?
Staðreyndin er samt sú að hann er að byrja í skóla og það í stórum, köldum, óhugnalegum Reykjavíkurskóla, úúúúú... Svona er það að vera utan af landi úr ofvernduðu smábæjarsamfélagi þar sem allir þekkja alla og kennurunum er boðið í afmælin og bara heim að horfa á Hemma Gunn eða eitthvað!
Með öðrum orðum þá finnst mér einfaldlega alveg ferlegt að unginn sé að byrja í skóla, mömmuhjartað er ekki alveg að höndla svona stórar breytingar án smá sárinda svo þetta er erfiðara fyrir mig heldur en nokkru sinni hann! Ég get bara ekki á heilli mér tekið, þetta er svo furðulegt! En ætli þetta lagist nú ekki eins og annað, ég man nú ekki betur en að ég hafi grátið mínum krókódílatárum líka þegar púkinn byrjaði í leikskóla á sínum tíma og það gekk nú alveg furðu vel...
Þetta er sem sagt dagskrá dagsins og þetta verður í heiðri haft strax eftir hádegið. Það er ekki laust við að maður sé með svolitíl fiðrildi í mallanum sínum út af þessu.

Ég skundaði í Kópavoginn á föstudagskvöldið til að hitta tjéllingar af barnalandi og þykjast vera í saumaklúbbi og sauma eitthvað. Mér tókst nokkurn veginn að halda andliti í saumaskapnum, að minnsta kosti hafði ég með mér saumadót og afrekaði það að hekla heila umferð í eilífðarteppinu mínu milli þess sem ég bullaði við tjéllingarnar. Þetta var æðislega gaman og ég vona að það verði gert mun meira af þessu, því það veit himnafaðir að ég hef ekkert nema gott af því að komast aðeins út úr húsi og hitta alvöru fólk! Maður er að verða mjög einkennilegur í lundarfari af að hanga hérna flissandi, grátandi, taugaóstyrkur og pirraður (oftar en ekki allt í senn) fyrir framan tölvuna! Klúbburinn heppnaðist m.ö.o. mjög vel og á graði litli djöfullinn miklar þakkir skildar fyrir að standa sig vel í gestgjafahlutverkinu. Ég vona að ég nái að standa með tærnar þar sem hún hefur hælana þegar röðin kemur að mér (að undanskildum vandræðalegum uppákomum sem tengjast karlinum mínum, að sjálfsögðu)!

Stelpuskottin mín úr sveitinni komu í bæinn um helgina og tókst að hrista svolítið upp í miðbænum föstu-og laugardagskvöld, ég held að Arna hafi loksins hætt að æla um sexleytið á sunnudagsmorguninn, sel það samt ekki dýrara en ég stal því, ég var nefnilega blessunarlega ekki vitni að uppköstunum vegna þess að við kallinn fórum heim snemma að kúra... Það var mikið gaman að fá stélpurnar svona í heimsókn, það forðar mér enn frekar frá hægum dauða frosin fyrir framan tölvuna.

Nú er annars kominn tími á mig að láta þessu lokið í bili, þvottahúsið kallar!

föstudagur, ágúst 13, 2004 

Sveitt og brennd (13.8.'04)

Ég ætla að vera frumleg og tala ekki um veðurblíðuna. Það er búið að tala alveg nóg um þetta madness svo ég ætla bara að sleppa því. Þar fyrir utan hef ég engu vitsmunalegu við að bæta, því ég er hvorki veðurfræðingur, afdankað gamalmenni sem man lengra en elstu menn muna né frík sem trúir því að mig dreymi fyrir veðri eða kunni að lesa í kúahland!

Karlinum tókst að komast til mín stóráfallalaust og það sem meira er, það kann vel að vera að ég losni barasta ekkert við hann aftur! Hann nefnilega náði sér bara í vinnu, kallinn, svo nú sit ég víst uppi með hann! Þetta verður fínt, nú getur maður kannski farið að lifa „eðlilegu“ fjölskyldulífi. Það hefur óneitanlega verið furðulegt hingað til. En nú stendur þetta semsagt til bóta og maður er bara kátur með það.
Ég er nú mest hrædd um að barnahljóðið í honum verði háværara núna þegar hann er alltaf heima. Það er alveg með ólíkindum að svona annars heilbrigður maður getur farið að nötra af barnalöngun! Ég skelli skuldinni alfarið á Sæunni, hún var svo sæt með kúluna sína og enn sætari að sjálfsögðu með krilla litla. Hann er náttúrulega bara fullkominn í alla staði og kannski ekki skrýtið að það klingi svolítið í manni við að góna á hann.
Þannig að Sæunn mín, þú skalt vita það að ef honum tekst að sannfæra mig þá er það allt þér að kenna (þakka) og þú skalt fá að passa!

fimmtudagur, ágúst 05, 2004 

Jjibbíkæjeij moððefokker! (5.8.'04)

Ég er ekki kona einsömul lengur! -Ég er ekki einu sinni kona tvísömul, því ég er búin að fá báða grjónapungana mína heim! Þeir eru misgáfulegir, annar tapar niður íslenskunni á sjónum og hinn tapar niður hæfileikanum til að eiga mannleg samskipti þegar hann er hjá föðurómyndinni sinni.

Bollan mín er byrjuð að skríða saman, alltaf gott að jafna sig í bíbinu! -Sérstaklega með tilliti til þess að ég fékk minn kynsvelta (næstum því) ektamann heim í gær og þurfti að sjálfsögðu að þjónusta hann! 0
Hann er sáttur við sitt, ætla ég að vona, svo ég get vel unað við verk vel unnið. Ég veit reyndar ekki hversu lengi ég get haldið honum sáttum, það er að hellast í mig einhver flensudrusla svo innan tíðar verður það að öllum líkindum hann sem þarf að þjónusta mig, og þá ekki á sviði rúmfræði! Já, trúið því eður eigi, hin ofurfríski heilsubolti *hóst*bullshit*hóst* er lögst! Það hlaut að koma að þessum fjanda!

Sæunni og fjölskyldu heilsast vel, að því er ég best veit, hún kom heim með prinsinn strax í gær og ég trúi ekki öðru en að þau séu við hestaheilsu bæði tvö. Að minnsta kosti lítur allt út fyrir það af myndunum af þeim að dæma. Þessi krakki er eitthvað það alkrúttlegasta ungbarn sem ég hef lengi séð (síðan Atli Þorgeir var og hét ungbarn) og ég á bágt með að bíða eftir að komast í að kreista hann aðeins!!
Nóg um það.

Núna as we speak er karluglan mín í launaviðtali hjá fyrirtækinu sem var svo ótt og uppvægt í að fá hann í vinnu til sín. Ég vona að þessi asi í þeim þýði að þeir séu til í að borga honum vel, að minnsta kosti sagði ég honum að fara fram á "tja... svona átt´undra´þúsd" og sjá hvort gaurinn fengi nokkuð tilfelli, ef ekki þá skyldi hann bara vera kátur!
Strax og hann kemur svo heim aftur úr þessari (að ég vona) vel heppnuðu beikonferð þá ætla ég að hoppa upp í bílinn og bruna í næsta apótek og kaupa hóstasaft, verkjatöflur, hálstöflur, nikótínplástur og neyðarpillu! (Já, hvað haldið þið eiginlega að vesæll smokkur hafi að segja hjá bandbrjáluðum manntudda sem lifað hefur skírlífi í þrjár vikur???)

Nú ætla ég að leggjast fyrir hjá unganum mínum og horfa á vídjó, við erum álíka slöpp bæði tvö og eigum það alveg skilið að hafa það notalegt!

Far í friði.

miðvikudagur, ágúst 04, 2004 

Today, today! (4.8.'04)

Stóri dagurinn kominn og mér var rétt svo að takast að lufsast fram úr rúminu núna! Jezús minn! Ég sem á eftir að stússast alveg fullt og það eru ekki nema þrír tímar í að ég fari að bruna út á flugvöll og næla í manninn minn! Og hvað geri ég? Júúúu... það fyrsta sem ég geri þegar ég næ að kreista sjálfa mig upp úr yndislega rúminu okkar er að kveikja á kaffikönnunni og setjast fyrir framan tölvuna. Ég er algerlega óforbetranleg! -En það vissuð þið nú örugglega nú þegar...

Dagurinn í gær var stór stoltsbomba hjá mér, ég var svo stolt af fullt af fólki að hele dagen var bara bjútí. Fyrir það fyrsta tókst Sæunni bollu (ekki lengur bollu, btw) að gjóta yndislegasta bollurassastrák sem ég hef leeeeengi séð eldsnemma í gærmorgunn. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera búin að skoða af honum nokkrar myndir og gerðarlegra barn er erfitt að finna. Hann fæddist 17 merkur og 52,5 sm og þessum frábæra pakka tókst henni að skjóta út án deyfingar, skilst mér! Og flestallir þeir sem fætt hafa barn geta örugglega verið sammála mér um það að fyrir svoleiðis nokkru tekur maður ofan hattinn. *tekofanhattinnoghneygimig* Nú bíð ég bara spennt eftir græna ljósinu til að fá að koma og kíkja á litla ljósið.

Nú, eins og ég tjáði áðan þá var þetta ekki það eina sem ég var stolt af, því að í gærkvöld bárust mér svo aftur svakalegar gleðifréttir! Haldið þið ekki að ég hafi hitt blessaðan Danmerkurfarann hana systur mína á msn og hún tjáði mér að nú væri hún loksins búin að fá nóg af barsmíðum, fylleríi og andskotahætti frá manninum sínum og hún er FARIN! Ég varð svo stolt af kellu að ég ætla ekki að reyna að segja það, þetta voru bara fréttir sem toppuðu daginn! Görl páver!!

Til allrar hamingju þá fékk ég svona mikið af gleðifréttum í gær, því það bjargaði alfarið glórunni í kollinum á mér þegar bl datt út um kvöldmatarleytið í gærkvöldi! Það þarf að fara að rannsaka þetta eitthvað, mig grunar sterklega að Vefstjóri blessaður Einarsson hafi komið fyrir dáleiðslumerki einhvers staðar á skjánum, því ég er ekki ein um að fara í fráhvörf þegar ég fæ ekki "skammtinn" minn! Mig grunar að það þurfi að fara að taka þennan vef ærlega til endurskoðunar, það líður varla sá dagur að hann hrynji ekki...
Vá, hvað ég hljóma núna eins og manneskja sem á mér ekkert líf! En vitið þið hvað? Það er alveg satt! Svo ég á mér enga vörn og ætla ekki einu sinni að reyna að afsaka mig!

En nú er ég búin að sóa allt of löngum tíma, ég ætla að næra mig eitthvað og koma mér svo í kantskurðinn!

Farvel!

þriðjudagur, ágúst 03, 2004 

Gays rule! (2.8.'04)

Ég verð að tilkynna með mikilli gleði að ég hef ekki skemmt mér eins vel og ég gerði í gær í mörg ár! Við fraukurnar fórum saman á Jón Forseta og dönsuðum af okkur örugglega að minnsta kosti 4 kíló. Reyndar finn ég í dag óþægilega fyrir því að hafa gengið þennan berserksgang því ég er með harðsperrur frá helvíti í bakinu og með auman neðripart út af því að mér tókst með mikilli lagni að detta Á klósettið! Eins gott að kallinn kemur ekki heim fyrr en eftir tvo daga!!
Við komum svo heim um hálfátta í morgun og sváfum til hálffimm! Loksins, loksins að mér tekst að taka út almennilegt djamm OG ég á ekki til þynnku í mínum super-sized kroppi, því það var bara allt of gaman að dansa til að maður myndi eitthvað eftir því að djúsa, hvað þá sterkreykja á sér lungun, sem því miður hefur loðað við mig þegar ég fæ mér í glas. Svo formið er bara gott, fötin frá í nótt komin í þvottavélina (ekki veitir af, ég gat undið þau þegar heim var komið) og ekkert nema næsheit.

Nú ætla ég að skola af mér storknaða svitann (nammm) og fá mér kaldan bakstur á besta hluta minn og vona að bólgan hjaðni! 0

sunnudagur, ágúst 01, 2004 

3 DAGAR!! (1.8.'04)

Jæja, þrír dagar í heimkomu kallsins og ég alveg að missa mig í spenningi! Nú getur verið að hann sé að fara að vinna fast hérna á Íslandi og þá þarf ég ekki að þola þennan aðskilnað mikið oftar! Jibbíkæjeij! Spurning um það hvort sambandið þolir þetta... Ætli ég verði ekki búin að henda honum öfugum út eftir hálft ár, orðin pirruð á að hafa hann fyrir augunum kvölds og morgna alla daga!!

Verslunarmannahelgin hefur gengið ágætlega fyrir sig hérna í siðmenningunni, ég er eiginlega bara ekkert nema hamingjusöm með það að hafa ekki farið eitthvað út á land að hírast í tjaldi. Ég hitti barnlenskar gellur á föstudaginn og það var MIKIÐ gaman, svo lengi sem það varði. Mér virðist ekki vera það áskapað að geta skemmt mér með þeim án þess að kvöldið endi á sviplegan og snöggan hátt, en það stendur allt til bóta. Maður þarf bara að gera þetta oftar og ég trúi ekki öðru en að það takist fyrir rest að halda út heilt kvöld. Þær stóðu velflestar vel undir væntingum og sumar hækkuðu m.a.s. mikið í áliti þegar ég uppgötvaði að þær eru ekki allar uppskrúfuð pizzufés sem eru ófær um að skemmta sér! (Held reyndar að ég hafi tekið þann titil...)En þetta var sem sagt ferlega skemmtilegt og ég vona að þetta verði gert að föstum viðburði. Þetta er jú sá allra skemmtilegasti "sauma"klúbbúr sem ég hef verið meðlimur í og það er alveg frábært að sjá að ég er ekki ein í heiminum með minn asnalega húmor og fíflagang.

Stráksi minn er farinn til föðurómyndarinnar sinnar og verður þar að öllum líkindum út vikuna, svo ég er bara hérna alein og yfirgefin. Sem betur fer var mér að berast sú fregn að vinkonur mínar úr sveitinni ætla að bregða undir sig betri fætinum í kvöld og kíkja í heimsókn til mín, við ætlum svo að kíkja á Skjöld frænda á Nonna Homma í kvöld og hrista á okkur spikið.Allir að mæta þangað!!
En þessi heimsókn gefur mér það spark í rassinn sem ég þarf til að þrífa hérna aðeins og laga til, því ef ég ætti ekki von á gestum þá myndi ég örugglega halda bara áfram að sitja hérna í ruslinu og góna á tölvuskjáinn og láta eins og ekkert af þessu sé til! Þetta ætti nú ekki að verða stórmál, maður kemur sjálfum sér yfirleitt mikið á óvart þegar maður fyrst er byrjaður, þá tekur þetta alltaf miklu minni tíma en maður reiknaði með í fyrstu.

Svo ég kveð í bili, ætla að rífa mig upp og sjá hvort ég get ekki sjænað aðeins upp hérna.

Sjáumst á Hommanum!