Li|iana on Ice: Ýlda! (20.7.'04)

« Home | Helgarfíaskó (19.7.'04) » | Helgi helgi helgi (16.7.'04) » | BI-ATSCH! (14.7.'04) » | Komin heim! (11.7.'04) » | Föstudagurinn langi (9.7.'04) » | Ég er fífl! (7.7.'04) » | Mee e e e e e (7.7.'04) » | Veiðidagur (7.7.'04) » | Hvar er sólin? (6.7.'04) » | Dagur 1 (5.7.'04) » 

miðvikudagur, júlí 21, 2004 

Ýlda! (20.7.'04)

Þetta er nú meiri ýldudagurinn.
Ég vaknaði fyrir allar aldir eftir að hafa hangið við tölvuna langt fram yfir það sem getur kallast siðsamlegur háttatími - eina ferðina enn og var svo glimrandi ánægð með það að þrátt fyrir stuttan svefn þá var ég í þrusuformi!
Ég skondraðist á námskeiðið mitt og fræddist heilmikið fyrir hádegið og sótti svo guttalinginn minn til uppáhalds dökkhærða mágs míns yfir fimmtugu þar sem hann hafði verið í pössun frá því í gærkvöld til þess einmitt að ég gæti fræðst.

Nú gerðust merkilegir hlutir. Ég talaði við fjármálaráðherrann í gær og náði að mýkja hann upp með smá sms-kynlífi (ég er að tala um fjármálaráðherra heimilisins, unnusta minn, ekki Geir H. Haarde, nota bene) og fá aukafjárveitingu fyrir útsölufylleríi! Þetta fer inn á fjárlög næsta mánaðar, og þá kemur aukainntekt í ríkis(heimilis)sjóð í formi endurgreiðslu skatta, svo þetta splittar ekki diff!
Ég dömpaði þess vegna gríslingnum í Ævintýralandið og datt svo í það! -Eða ég ætlaði sko að detta í það, það bara tókst ekki! Ég sá alveg fullt af drasli sem mig langaði í en ég hætti alltaf við. "Þetta er samt of dýrt" og "Ég hef ekkert við þetta að gera" eru orðnar setningar sem eru orðnar svo fastofnar í undirmeðvitundina hjá mér eftir margra ára basl að ég get ekki sleppt mér þegar fjárveitingin gefst! Djöfull er ég lásí! (Smá niðurrif svona, varð að skjóta því inn.)

Mér tókst samt að kaupa fjóra hluti, þar á meðal æðislega sætt ****************** (ritskoðað vegna ákveðins lesanda) fyrir ófæddu STELPUNA hennar Sæunnar bollu og 9.000 króna skó fyrir sjálfa mig sem mér tókst af einstakri lagni að prútta mig niður í 3.000! Guttalingur fékk líka nýja flík og er núna úti að spóka sig í skopparapeysunni algerlega að springa úr monti! Enda er þetta ein fyrsta flíkin sem barnið klæðist sem er ekki "hand me down" frá einhverjum öðrum! Rosalega er maður nú góður!!!
Eftir þetta misheppnaða eyðslufyllerí var stráksi síðan sóttur í Ævintýralandið og brunað á bókasafnið til að verða okkur úti um dægradvöl fyrir fríið. Rosalega hlakka ég til að kúra mig upp í rúm í kvöld með bók!

Nema hvað, rosalega varð ég þreytt af öllum þessum átökum, ég skellti gutta í bókalestur þegar við komum heim og sofnaði sjálf slefandi á sófanum yfir LeiðAljósi og vaknaði ekki fyrr en Össur var farinn að rífast í Kastljósinu og gutti í eyrunum á mér, báðir að nöldra um mismunandi hungur, annan hungraði í réttláta ráðamenn og hinn í kvöldmat. Þá var ekki seinna vænna en að kúldrast á fætur, þess handviss að ég bý enn í réttlátum heimi þar sem kúkalabbar þurfa að éta ofan í sig stóru orðin og vonandi sitt hvað fleira! Verði ÞEIM að góðu!
Nú er kjúllinn minn að malla í ofninum, það verður sem sagt síðbúinn kvöldmatur hér á bæ, sem skiptir ekki máli því við erum hvort eð er í sumarfríi! Nanananananaaaa...

Og þetta er orðið allt of langt, ég er hætt!