Li|iana on Ice: ÉG ER EKKI ALKI!! (2.7.'04)

« Home | Af hverju? » | Maður er lúsugur (2.7.'04) » | Aftur orðin siðmenntuð (1.7.'04) » | Bergmál! » | 1. dagur flutninga (16.6.'04) » | Það eru rollur inn í mér...(15.6.'04) » | 3 dagar í kjööööt (14.6.'04) » | Ég ætla ekki að vera óþolandi... » | Brandarar » | 100 hlutir um mig » 

laugardagur, júlí 03, 2004 

ÉG ER EKKI ALKI!! (2.7.'04)

Almáttugur minn eini, ég er að sjá það núna að ég er bullandi alkohólisti! Hvað á ég að gera??

Ég rakst inn á síðu hjá sáá þar sem var hægt að taka sjálfspróf og samkvæmt því þá er ég alki. Þenk jú verí mení!

Reyndar er ég ansi smeyk um að þetta próf sé sá almesti hrossaskítur sem ég hef nokkurn tíman séð! Ok, það er svona:

1. Hefur þér einhvern tímann fundist að þú þyrftir að draga úr drykkjunni?

(Mitt svar: Jahá, fjandinn hafi það! Ég get sko sagt ykkur það að þegar ég var 16 ára þá vaknaði ég á sunnudagsmorgni við hlið manns sem ég átti í töluverðum erfiðleikum með að muna hvað hét og þar að auki með þá alverstu timburmenn sem um getur sagandi, berjandi, borandi OG neglandi í höfðinu... Hvaða heilbrigða manneskja hefði EKKI hugsað undir þessum kringumstæðum; "úfff maður, ekki meira svona!")

2. Hefur fólk gert þér gramt í geði með því að setja út á drykkju þína ?
(Mitt svar: Já, mamma var nú ekkert allt of líbó út í þetta á sínum tíma... Man nú eftir ófáum rifrildunum við hana sko...)

3. Hefur þér einhvern tímann liðið illa eða haft sektarkennd vegna drykkju þinnar?
(Sjá svar við nr. 1)

4. Hefur þú einhvern tímann fengið þér áfengi að morgni til að laga taugakerfið eða losa þig við timburmenn?
(Mitt svar: Já. Á ættarmóti um þarsíðustu helgi fékk ég mér kettling að morgni, veit nú ekki alveg hvort það var gagngert til að "laga taugakerfið eða losa mig við timburmenn" eða hvort mig langaði bara í bjór og aðstæðurnar leyfðu það, en jú, skrattakollurinn hjálpaði!)

Hver ætli sé svo niðurstaðan? Hmmm...



*************
"Tvö já við þessum fjórum spurningum staðfesta að áfengissýki er á ferðinni og nákvæmnin er talin um 80% en ef svörin eru já við 3 eða 4 spurningum er nákvæmnin nær 100%. Eitt já kallar á frekari athugun en ef þú hefur ekki svarað neinni spurningu játandi getur þú verið róleg(ur) því áfengisneyslan er eðlileg.

Af svörunum að dæma er áfengissýki á ferðinni og nákvæmnin er nálægt 100%.

Útkoman bendir til áfengissýki og er það mjög alvarlegt mál ef ekkert er að gert. Leita skyldi til fagfólks með sérþekkingu á þessu sviði, hjá SÁÁ eða öðrum sem hafa slíka þekkingu."
**************


O-K....


Hvernig í ósköpunum er hægt að segja að já-svör við þessum spurningum gefi nær 100% nákvæmni í þeim efnum að um áfengissýki sé að ræða??!!??
Fjandinn hafi það, spurningarnar eru þess eðlis að það er skratti erfitt að svara þeim öllum neitandi, þ.e.a.s. ef maður á nokkurn veginn "eðlilega" reynslu í drykkjumálum að baki (þá meina ég tilraunastarfsemi á unglingsárunum með tilheyrandi árekstrum og kjánaskap)
"Einhvern tímann" kemur fyrir í 3 af fjórum spurningum og ég er nokkuð viss um að "einhvern tímann" er frekar víðtækt hugtak, "einhvern tímann" spannar jú allt líf manns!