Li|iana on Ice: Dagur 1 (5.7.'04)

« Home | Bubblehead (4.7.'04) » | Öllu má nú nafn gefa! (4.7.'04) » | Verðandi afmælisgjafir (3.7.'04) » | Fer hann frá mér? (3.6.'04) » | ÉG ER EKKI ALKI!! (2.7.'04) » | Af hverju? » | Maður er lúsugur (2.7.'04) » | Aftur orðin siðmenntuð (1.7.'04) » | Bergmál! » | 1. dagur flutninga (16.6.'04) » 

mánudagur, júlí 05, 2004 

Dagur 1 (5.7.'04)

Í dag ætla ég að hætta að reykja.
Hmmm... í gær ætlaði ég líka að hætta að reykja. Sama sagan var það víst í fyrradag og daginn þar áður. Ég ætla að hætta að reykja, sko, það er alveg heilagur sannleikur! -Veit bara ekki alveg hvenær... 0

Ég er búin að komast að fyrsta gallanum við íbúðina. Það verður svo skrambi heitt inni í svefnherberginu mínu! Þótt ég sé með slökkt á ofninum og gluggann opinn þá vakna ég sveitt! -Kannski ágætt bara, þá lufsast maður kannski við að fara í sturtu oftar, hahaha!
En ég er að hugsa um að vera ekkert að kvarta neitt ofsalega yfir þessu fyrr en ég hef útilokað hamagang í svefnherberginu eftir háttatíma en fyrir svefntíma sem ástæðu. Ef grunur minn reynist á rökum reistur þá leysi ég málið bara með því að hætta að aðskilja þessa tvo tíma, heldur verður bara vaðið beint í svefninn og allt hitt látið liggja milli hluta...eða gert í gestaherberginu!

Það var víst nokkuð stór prósenta íslensku þjóðarinnar sem var á Metallica-tónleikum í gærkvöldi, ég vil nota tækifærið og óska þeim til hamingju með það og koma á framfæri heitri ósk um að enginn í þessu risavaxna gufubaði hafi verið smitaður af SARS!
Obbinn af tónleikagestunum safnaðist evidently saman fyrir utan svefnherbergisgluggann hjá mér í nótt, syngjandi góða Metallica slagara, ég fyrirgaf þeim það alveg og var ekkert að sussa á þau, vitandi það að hefði ég verið í þeirra sporum þá hefði ég bara sungið á mínu rósrauða skýi og ekki tekið eftir einhverjum sussunum hvort eð er! Það var bara gaman að fá svona smá bragð af tónleikunum, svona fyrst ég komst ekki á þá. Helvítis peningaleysi!! -Kommon, ég ÆTLA að hætta að reykja, láttu ekki svona!

Nú er það spurningin, hversu lengi mun ég hanga í tölvunni í dag? Ég er skelfilega hrædd um að það verði yfir mörkum siðgæðis og velferðar, því ég þekki nú minn innri mann/konu og veit að hann/hún setur ekki sjálfsstjórn og aga efst á sinn kostalista...